Beint í efni
Viskumolar

Ég vil end­ur­mennta mig

Þó fólk ljúki háskólanámi og sé í draumastarfinu er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu. Endurmenntun er margvísleg og það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt.

ungur maður í tölvu á kaffihúsi horfir ekki í myndavél

Höfundur

Bjarni Kristjánsson

Bjarni Kristjánsson

þjónusta og ráðgjöf

Starfsþróun gengur út á að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Starfsþróun er á ábyrgð hvers og eins, en hún er ekki síst fjárfesting fyrir vinnustaðinn.

Starfsmenntunarsjóður veitir meðal annars styrki svo félagsfólk Visku getur sótt:

  • Nám
  • Stök námskeið
  • Ráðstefnur og málþing
  • Fræðslu- og kynnisferðir

Hægt er að sækja um styrki frá Starfsmenntunarsjóði hvort sem verkefnið fer fram á Íslandi eða erlendis.