Beint í efni
Faghópar

Fag­hóp­ur safna­fólks

Safnafólk er fólk sem starfar á söfnum landsins eða hefur menntað sig í safnafræðum. Safnafólk í Visku getur skráð sig í faghóp safnafólks.

Faghópur safnafólks innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum safnafólks. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi safnafólks og endurmenntun þeirra. 

Talsmaður safnafólks í fulltrúaráði Visku er Þóra Sigurbjörnsdóttir.

Hver erum við?

Faghópur safnafólks er vettvangur fyrir alla sem starfa á vettvangi byggða-, lista-, og náttúrufræðisafna, safnvísa, setra og stofa. Einnig er deildin fyrir þá sem hafa lokið námi í greinum sem nýtast í starfsemi þessarar tegundar safna.