Beint í efni
Faghópar

Fag­hóp­ur tákn­mál­stúlka

Táknmálstúlkar vinna við að túlka við allar aðstæður daglegs lífs. Táknmálstúlkar í Visku geta skráð sig í faghóp táknmálstúlka.

Faghópur táknmálstúlka innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum táknmálstúlka. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi táknmálstúlka og endurmenntun þeirra. 

Talsmaður táknmálstúlka í fulltrúaráði Visku er Agnes Steina.

Hver erum við?

Táknmálstúlkar vinna við að túlka við allar aðstæður daglegs lífs. Verkefni táknmálstúlka má því finna víða í samfélaginu þó flest séu innan skólakerfisins í tengslum við menntun heyrnarlausra á öllum skólastigum. 

Önnur verkefni tengjast þjónustu hins opinbera, þátttöku í atvinnulífi og frístundastarfi eða viðburðum á borð við fyrirlestra, kirkjuathafnir, námskeið, læknisviðtöl og meðferðir, ráðstefnur, fundi og samkomur.