Beint í efni
Fræðsla

Grunn­nám­skeið fyr­ir trún­að­ar­menn

Allir trúnaðarmenn eru hvattir til að mæta, farið verður yfir grunnatriðin sem fylgja því að vera trúnaðarmaður. Trúnaðarmönnum er heimilt að skrá sig og fylgjast með hluta dagskránnar á Teams, fjarfundabúnaður er til staðar svo trúnaðarmenn á fjarfundi geta tekið þátt í umræðum.

Tveir karlar að tala saman

Grunn­nám­skeið fyr­ir trún­að­ar­menn

BHM býður til grunnnámskeiðs trúnaðarmanna þann 16. apríl næstkomandi kl. 9:00-13:00 á Teams og í sal Reykjavíkurakademíunnar Þórunnartúni 2.


16. apríl 2024
kl. 09:00 - 13:00

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsfólks á vinnustað og launagreiðanda annars vegar og milli félagsfólks og stéttarfélags hins vegar. Trúnaðarmaður stendur ekki einn og eru starfsfólk og stjórn stéttarfélags honum til aðstoðar við að leysa úr erindum sem heyra undir starfssvið stéttarfélagsins. 

Skráning

Skráðu þig með því að senda tölvupóst á elisa@bhm.is, í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn, netfang, stéttarfélag og hvort þú hyggist mæta í sal eða á Teams.

Dagskrá

9:00 Grunnnámskeið trúnaðarmanna: Andri Valur Ívarsson lögmaður BHM 

10:30 kaffi

10:45 Skipulag vinnumarkaðarins og ólík réttindi: Ingvar Sverrisson kjara- og réttindafulltrúi BHM

11:40 Reyndur trúnaðarmaður deilir reynslu

12:15 Hádegisverður trúnaðarmanna og fulltrúa stéttarfélaga í Ás 

13:00 Dagskrá lýkur

Rafræn fræðsla

Upptökur af fyrirlestrum fyrir trúnaðarmenn má finna inn á Mínum síðum BHM undir Fyrirlestrar og viðburðir, þar er einnig að finna töluvert af ítarupplýsingum og gátlista. Hægt er að nálgast grunnupplýsingar um trúnaðarmannastörfin á vefsíðu Visku.