Beint í efni
Þjónusta Visku

Launa­greið­end­ur

Viska leggur áherslu á gott samstarf við launagreiðendur síns félagsfólks.

Félagsgjald

Í Visku eru félagsgjöld 0,95% af heildarlaunum félagsfólks á mánuði. Þau ber að draga mánaðarlega af launum og vinnuveitandi skilar þeim til stéttarfélags. Stéttarfélagsnúmer Visku er 679.

Mótframlag launagreiðanda í sjóði

Iðgjaldaskil

  • Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega til BHM, merkt stéttarfélagi. Senda skal inn skilagreinar fyrir gjalddaga.
  • Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi er síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.
  • Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.
  • Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist, nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta eða ef ávallt hefur verið millifært. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
  • Bókunar- og innheimtumiðstöð BHM óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti

Tölvupóstur og bréfpóstur

Netfang: skilagreinar@bhm.is

Ekki er mælt með sendingu skilagreina í bréfpósti, en ef þess gerist þörf er póstfangið:

Bandalag háskólamanna v/BIB

Borgartúni 27, 105 Reykjavík