Beint í efni
Styrkir og sjóðir

Starf­send­ur­hæf­ing VIRK

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. VIRK eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Hvað er VIRK?

Tilgangur með þjónustu á vegum VIRK er að aðstoða fólk við að komast til vinnu. Um er að ræða markvissa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings.

Þjónusta VIRK er til staðar á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins, er einstaklingsmiðuð og einstaklingum að mestu að kostnaðarlausu. Á vegum VIRK starfa um 60 sérhæfðir ráðgjafar og atvinnulífstenglar staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land og í Borgartúni 18 sem fylgja notendum þjónustunnar allan starfsendurhæfingarferilinn og hvetja þá áfram. 

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort starfsendurhæfing hjá VIRK sé raunhæfur kostur. Ef læknirinn telur starfsendurhæfingu viðeigandi þá sendir hann beiðni til VIRK.

Horfðu á stutt myndband um starfsendurhæfingarferlinn hér.

Manneskja horfir á hafið

Meginskilyrði fyrir stafsendurhæfingu

  • Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
  • Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.

Lestu meira um rétt til þjónustu á vefsíðu VIRK.