Beint í efni
Í brennidepli

Viska aug­lýs­ir stöðu ráð­gjafa

Viska – stéttarfélag leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu ráðgjafa á sviði kjara- og réttindamála. Ráðgjafi mun sinna fjölbreyttri ráðgjöf, þjónustu og úrlausn viðfangsefna fyrir félagsfólk Visku

Auður stóll

Höfundur

Georg Brynjarsson

Georg Brynjarsson

framkvæmdastjóri

Skrifstofa félagsins er lítill vinnustaður sem byggir á teymisvinnu og nánu samstarfi starfsfólks.

Starfssvið

  • Ráðgjöf og afgreiðsla erinda félagsfólks vegna kjara- og réttindatengdra mála
  • Úrlausn kjaratengdra viðfangsefna í samstarfi við sérfræðinga félagsins
  • Þróun og utanumhald á verkferlum og þjónustukerfum félagsins
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta stjórnanda

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg
  • Þjónustulund, jákvætt viðmót og hæfni til að vinna í teymi
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum er æskileg, reynsla af kjaramálum stéttarfélaga er kostur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsóknir

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk.

Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is

Við hvetjum áhugasöm að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með ráðningarferlinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is), Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is) og Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku (georg@viska.is).