Beint í efni
Manneskja horfir á hafið
Þjónusta Visku

Fag­hóp­ar

Faghópar Visku vinna að því að styrkja stöðu sinnar fagstéttar, efla tengslanet og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun hver á sínu sérsviði.

Fag­hóp­ar Visku

Kona sem stendur og brosir
Hvað gera faghópar?

Skipu­lag og starfs­hætt­ir

Faghópar bera ábyrgð á innra skipulagi sínu, starfa í samræmi við starfsreglur sem stjórn félagsins setur þeim og eru stjórn til ráðgjafar. Fulltrúar faghópa eiga sæti í fulltrúaráði Visku.

Brynhildur

Faghópar Visku eru hjartað í félagsstarfinu og einstakt tækifæri til að auka samráð félagsfólks og stjórnar. Ég hvet öll í Visku sem vilja vinna að framgangi sinna fagstétta að hafa samband við okkur til að fræðast um hvernig þau geti starfað á vettvangi faghópa.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

formaður Visku

Fríð­indi til fag­hópa

Öflugt starf kjaradeilda og faghópa skiptir miklu máli fyrir jafn fjölbreytt stéttarfélag og Viska er. Það gefur stjórnendum og starfsfólki félagsins færi á að skilja betur hagsmuni félagsfólks og virkjar einnig félagsfólk í þeirri mikilvægu hagsmunabaráttu sem félagið sinnir.

Ungur maður situr og talar í síma